Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   lau 07. september 2024 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Rodrygo og Luis Díaz skoruðu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru tveir leikir fram í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM 2026 í Norður-Ameríku í nótt, þar sem Brasilía og Perú áttu heimaleiki.

Brasilía tók á móti Ekvador og skóp nauman 1-0 sigur í nokkuð jöfnum leik, þar sem Rodrygo skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Rodrygo, sem leikur fyrir Real Madrid, var partur af stjörnum prýddu byrjunarliði Brasilíu sem innihélt meðal annars Vinicius Junior, Lucas Paquetá og Bruno Guimaraes.

Moises Caicedo, Pervis Estupinan og Piero Hincapie voru meðal byrjunarliðsmanna Ekvador en tókst ekki að skora gegn sterkum andstæðingum.

Staðan var þá jöfn í Perú þar sem heimamenn tóku forystuna á 68. mínútu en Luis Díaz jafnaði fyrir gestina frá Kólumbíu á lokakaflanum.

Díaz hefur verið í miklu stuði með Liverpool í enska boltanum á upphafi nýs tímabils þar sem hann er kominn með þrjú mörk og eina stoðsendingu eftir þrjár umferðir.

Jhon Durán, framherji Aston Villa, kom inn af varamannabekknum hjá Kólumbíu og lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Díaz.

Kólumbía var sterkari aðilinn í nótt en tókst ekki að sigra.

Sjö fyrstu umferðum undankeppninnar er lokið og er Kólumbía í góðri stöðu í þriðja sæti með 13 stig. Kólumbía er eina taplausa lið undankeppninnar hingað til.

Brasilía er í fjórða sæti með 10 stig og þá er Ekvador með 8 stig eftir að hafa fengið þrjú mínusstig.

Perú er í neðsta sæti undankeppninnar með þrjú stig.

Brasilía 1 - 0 Ekvador
1-0 Rodrygo ('30)

Perú 1 - 1 Kólumbía
1-0 Alexander Callens ('68)
1-1 Luis Diaz ('82)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner