mán 07. október 2019 15:30 |
|
Lloris ekki meira með á þessu ári
Hugo Lloris, markvörður Tottenham, verður væntanlega ekkert meira með liðinu fyrr en eftir áramót. Lloris fór úr olnbogalið í leik Tottenham og Brighton um helgina.
Lloris verður ekki meira með Frakklandi í undankeppni EM en hann missir af leiknum við Ísland á Laugardalsvelli á föstudaginn.
„Við erum að tala um vikur eða jafnvel mánuði. Það er nánast klárt að hann kemur ekki meira á völlinn árið 2019," sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, í dag.
„Það er erfitt að takast á við fjarveru hans því hann er mjög mikilvægur fyrir okkur."
„Þetta er áfall fyrir okkur en þetat eru fyrstu alvöru meiðslin á ferli hans. Aðrir leikmenn koma inn og hjálpa franska landsliðinu að standa sig vel."
Uppfært: Nýjustu fréttir staðfesta að Lloris verður ekki meira með á árinu 2019.
Lloris verður ekki meira með Frakklandi í undankeppni EM en hann missir af leiknum við Ísland á Laugardalsvelli á föstudaginn.
„Við erum að tala um vikur eða jafnvel mánuði. Það er nánast klárt að hann kemur ekki meira á völlinn árið 2019," sagði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, í dag.
„Það er erfitt að takast á við fjarveru hans því hann er mjög mikilvægur fyrir okkur."
„Þetta er áfall fyrir okkur en þetat eru fyrstu alvöru meiðslin á ferli hans. Aðrir leikmenn koma inn og hjálpa franska landsliðinu að standa sig vel."
Uppfært: Nýjustu fréttir staðfesta að Lloris verður ekki meira með á árinu 2019.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
09:18
21:14
07:00