Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 07. desember 2019 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ekki einu sinni þessi fáviti gæti eyðilagt kvöldið"
Lingard og Daniel James.
Lingard og Daniel James.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, lætur ekki fávitann á Etihad-vellinum skemma fyrir sér kvöldið.

Manchester United vann 2-1 sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City á Etihad-vellinum.

Í seinni hálfleiknum náðist einn áhorfandinn á vellinum á myndband þar sem hann virtist leika apa, sem er merki um kynþáttafordóma.

Man City sendi frá sér yfirlýsingu strax eftir leikinn þar sem félagið sagðist vera að vinna með lögreglunni í málinu.

Lingard fór á Twitter eftir leikinn og skrifaði: „Ekki einu sinni þessi fáviti gæti eyðilagt kvöldið. Skammarleg hegðun. Þetta var grannaslagur, en það er aldrei nein ástæða til að vera rasisti."

Man Utd er eftir sigurinn í kvöld í fimmta sæti, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti. City er í þriðja sæti, 14 stigum frá toppliði Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner