Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 07. desember 2021 22:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp um Nat Phillips: Hlakka til að sjá þetta gerast aftur
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var himinlifandi eftir sigur liðsins á AC Milan í kvöld. Leikurinn var í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar; Liverpool vann alla sex leiki sína í riðlinum og er fyrsta enska félagið í sögunni til að gera það.

„Ég er mjög stoltur," sagði Klopp sem gerði átta breytingar á liði sínu. Þrátt fyrir það náði liðið í sigur gegn toppliði ítölsku úrvalsdeildarinnar.

„Við völdum þetta lið því við vildum vinna leikinn. Við þurftum ferskar fætur. Við þurftum að þrá sigur sem er erfitt því við erum að spila svo marga leiki. Það er erfitt að mæta alltaf alveg klár í næsta leik."

„Ég gæti ekki verið stoltari af því sem strákarnir gerðu í kvöld. Þetta var ótrúlegur leikur og ég er mjög ánægður. Frammistaðan var framúrskarandi."

Miðvörðurinn Nat Phillips kom sterkur inn. Hann tók áhugaverðan snúning í leiknum og fór illa með leikmann Milan.

„Hann var mjög góður," sagði Klopp og var spurður út í snúninginn sem Phillips tók. Sá þýski hló og sagði: „Ég hlakka til að sjá þetta gerast aftur."


Athugasemdir
banner
banner
banner