AGF er í góðri stöðu í átta liða úrslitum danska bikarsins eftir sigur á Bröndby í kvöld.
Liðin mættust á heimavelli AGF þar sem MIkael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF. Mikael var tekinn af velli þegar stundarfjórðungur var til leiksloka.
Þá var staðan 2-0 AGF í vil og það urðu lokatölurnar. Liðin mætast í síðari leik liðana eftir þrjá daga.
Lyngby lenti í vandræðum gegn Frederica sem er í 5. sæti næst efstu deildar. Liðin mættust á heimavelli Frederica. en heimamenn náði þriggja marka forystu.
Sævar Atli Magnússon minnkaði muninn fyrir Lyngby áður en flautað var til leiksloka. Frederik Gytkjær minnkaði muninn enn frekar fyrir Lyngby áður en flautað var til leiksloka.
Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Finnsson voru einnig í byrjunarliði Lyngby en Kolbeinn var tekinn af velli á 61. mínútu og nældi í sitt annað gula spjald og þar með rautt af bekknum stuttu síðar.
Fleiri mörk urðu ekki skoruð, 3-2 tap Lyngby staðreynd. Liðin mætast aftur á heimavelli Lyngby eftir þrjá daga.