Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   lau 07. desember 2024 17:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Vandræði Man City halda áfram - Brentford óstöðvandi á heimavelli
Daniel Munoz að setja boltann í netið
Daniel Munoz að setja boltann í netið
Mynd: EPA
Kevin Schade hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu
Kevin Schade hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu
Mynd: Getty Images

Það hefur gengið illa hjá Man City að undanförnu en liðið vann Nottingham Forest í vikunni eftir að hafa farið í gegnum sjö leiki í röð án þess að vinna.


Daniel Munoz kom Crystal Palace yfir snemma leiks en þetta var annað mark hans í síðustu þremur leikjum. Markahrókurinn Erling Haaland jafnaði metin eftir hálftíma leik þegar hann skallaði boltann í netið, jafnt í hálfleik.

Crystal Palace var ekki búið að segja sitt síðasta því Maxence Lacroix kom liðinu aftur yfir þegar hann skallaði boltann í netið á 57. mínútu eftir hornspyrnu frá WIll Hughes sem lagði einnig upp fyrra markið.

Rico Lewis jafnaði metin um tíu mínútum síðar. Man City setti mikla pressu á mark Crystal Palace undir lokin en það skilaði ekki árangri.

Rico Lewis fékk síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Þá fengu Palace menn tækifæri en hvorugu liðinu tókst að finna sigurmarkið.

Ótrúlegt gengi Brentford á heimavelli heldur áfram en liðið lagði Newcastle sem hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum. 

Unai Emery byrjaði með Ollie Watkins á bekknum þegar Aston Villa fékk Southampton í heimsókn. Jhon Duran var í byrjunarliðinu í staðin og hann reyndist hetja liðsins þar sem hann skoraði eina mark leiksins.

Aston Villa 1 - 0 Southampton
1-0 Jhon Duran ('24 )

Brentford 4 - 2 Newcastle
1-0 Bryan Mbeumo ('8 )
1-1 Alexander Isak ('11 )
2-1 Yoane Wissa ('28 )
2-2 Harvey Barnes ('32 )
3-2 Nathan Collins ('56 )
4-2 Kevin Schade ('90 )

Crystal Palace 2 - 2 Manchester City
1-0 Daniel Munoz ('4 )
1-1 Erling Haaland ('30 )
2-1 Maxence Lacroix ('57 )
2-2 Rico Lewis ('68 )
Rautt spjald: Rico Lewis, Manchester City ('84)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
5 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
6 Chelsea 21 10 7 4 41 26 +15 37
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 21 4 4 13 31 48 -17 16
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner