Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
   mið 08. janúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Zidane biður um þolinmæði í garð Jovic
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, vill að stuðningsmenn liðsins sýni þolinmæði í garð framherjans Luka Jovic.

Jovic hefur einungis skorað eitt mark í fimmtán leikjum síðan hann kom frá Frankfurt á 62 milljónir punda í sumar.

Líklegt er að Jovic fái tækifæri í Ofurbikarnum gegn Valencia annað kvöld þar sem Karim Benzema, Gareth Bale og Eden Hazard eru allir fjarverandi.

„Jovic kemur klárlega til greina. Hann er framtíðin. Við þurfum að vera þolinmóð í garð hans og hann er að læra," sagði Zidane.

„Hann er strákur sem vill læra. Hann er mjög góður og hann mun skora mikið af mörkum. Við styðjum hann og við þurfum að vera rólegir með hann."
Athugasemdir
banner