Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 08. janúar 2022 17:12
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Cambridge sló Newcastle úr leik - Vesen á Watford
Leikmenn Newcastle voru svekktir í leikslok
Leikmenn Newcastle voru svekktir í leikslok
Mynd: Getty Images
Bryan Mbeumo skoraði þrennu fyrir Brentford
Bryan Mbeumo skoraði þrennu fyrir Brentford
Mynd: EPA
James Maddison gat fagnað sigri á Watford
James Maddison gat fagnað sigri á Watford
Mynd: Getty Images
Newcastle United er úr leik í enska bikarnum eftir niðurlægjandi 1-0 tap fyrir Cambridge United. Leicester lék sér þá að Watford á King Power-leikvanginum með því að vinna 4-1 sigur.

Kieran Trippier fékk eldskírn sína með Newcastle gegn Cambridge í dag en hann samdi við félagið í gær.

Newcastle stillti upp sterku liði en ævintýrin gerast svo sannarlega í bikarnum. Joe Ironside gerði eina markið í leiknum á 57. mínútu fyrir Cambridge.

Það vantaði algeran herslumun en Newcastle fékk urmul af færum og nýtti ekki. Því fór sem fór og liðið úr leik í bikarnum.

Leicester vann þá Watford 4-1. Youri Tielemans skoraði úr vítaspyrnu á 8. mínútu leiksins. Francisco Sierralta braut klaufalega á Jannik Vestergaard innan teigs og benti dómarinn á punktinn.

James Maddison tvöfaldaði forystuna á 25. mínútu áður en Joao Pedro minnkaði muninn tveimur mínútum síðar. Í síðari hálfleiknum voru það Harvey Barnes og Marc Albrighton sem sáu til þess að sigurinn yrði þægilegur fyrir heimamenn og Leicester komið áfram.

Enska utandeildarliðið Kidderminster Harriers skellti þá enska B-deildarliðinu Reading, 2-1. George Puscas kom Reading yfir undir lok fyrri hálfleiks en utandeildarliðið mætti með mikla ákefð í síðari hálfleiknum.

Sam Austin jafnaði á 69. mínútu og það ætlaði allt að tryllast er Amari Morgan-Smith gerði sigurmarkið á 82. mínútu. Ævintýri Kidderminster heldur áfram.

Bryan Mbeumo gerði þrennu er Brentford vann Port Vale 4-1 en danski markvörðurinn Jonas Lössl stóð á milli stanganna hjá Brentford. Hann er á láni frá Midtjylland.

Úrslit og markaskorarar:

Barnsley 4 - 4 Barrow (Framlengt)
1-0 Mads Juel Andersen ('23 )
2-0 Jordan Williams ('42 )
2-1 Ollie Banks ('61 )
2-2 Anthony Driscoll-Glennon ('78 )
3-2 Devante Cole ('83 )
3-3 James Jones ('86 )
4-3 Carlton Morris ('88 )
4-4 Josh Kay ('90 )
Rautt spjald: Thomas Beadling, Barrow ('38)

Boreham 2 - 0 Wimbledon
1-0 Tyrone Marsh ('10 )
2-0 Adrian Clifton ('86 )

Kidderminster 2 - 1 Reading
0-1 George Puscas ('45 )
1-1 Sam Austin ('69 )
2-1 Amari Morgan-Smith ('82 )

Leicester City 4 - 1 Watford
1-0 Youri Tielemans ('7 , víti)
2-0 James Maddison ('25 )
2-1 Joao Pedro ('27 )
3-1 Harvey Barnes ('54 )
4-1 Marc Albrighton ('85 )

Newcastle 0 - 1 Cambridge United
0-1 Joe Ironside ('57 )

Peterborough United 2 - 1 Bristol Rovers
1-0 Sammie Szmodics ('20 )
1-1 Paul Coutts ('30 , víti)
2-1 Bali Mumba ('63 )

Port Vale 1 - 4 Brentford
0-1 Marcus Forss ('26 )
0-2 Bryan Mbeumo ('66 )
1-2 Kian Harratt ('69 )
1-3 Bryan Mbeumo ('76 )
1-4 Bryan Mbeumo ('87 , víti)

QPR 0 - 0 Rotherham (Framlengt)

West Brom 1 - 1 Brighton (Framlengt)
1-0 Callum Robinson ('47 )
1-1 Jakub Moder ('81 )
Rautt spjald: Cedric Kipre, West Brom ('68)

Wigan 3 - 2 Blackburn
0-1 Reda Khadra ('49 )
1-1 Max Power ('61 )
2-1 Jack Whatmough ('73 )
2-2 Daniel Ayala ('89 )
3-2 Thelo Aasgaard ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner