Hin 19 ára gamla Katla Tryggvadóttir er að gera frábæra hluti með Kristianstad og hefur verið verðlaunuð hjá félaginu með því að fá fyrirliðabandið.
Katla er uppalin hjá Þrótti en eftir frábært tímabil í Bestu deildinni árið 2023 þar sem hún var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar gekk hún til liðs við Kristianstad.
Eftir aðeins eitt tímabil í Svíþjóð hefur hún verið gerð að fyrirliða ásamt hinni 22 ára gömlu Emma Petrovic sem hefur verið hjá félaginu frá 2022.
Þjálfari Kristianstad sagði að mikilvægi fyrirliðans felur í sér hvernig viðkomandi leikmaður æfir, mætir tímalega á allar æfingar og viðburði og hvernig hann hvetur áfram sína liðsfélaga.
Katla skorað sjö mörk og var með sex stoðsendingar í 24 leikjum þar sem hún var með fast byrjunarliðssæti. Næsta tímabil hefst í lok mars.
Athugasemdir