banner
   fim 08. apríl 2021 22:20
Aksentije Milisic
Solskjær: Góð úrslit en ekki fullkomið kvöld
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki fullkomið kvöld. Við fengum þrjú gul spjöld og þrjú leikbönn. 2-0 eru góð úrslit og við vitum hvað það er erfitt að koma til Spánar. Við þurftum að spila vel til að ná í úrslit," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 2-0 útisigur gegn Granada í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Marcus Rashford og Bruno Fernandes gerðu mörk United í leiknum en eins og Ole nefndi þá missir United þrjá leikmenn í bann fyrir síðari leikinn.

Harry Maguire, Luke Shaw og Scott McTominay fengu allir gult spjald í kvöld og verða því í leikbanni þegar Granada mætir á Old Trafford í næstu viku.

„Rashford og Fernandez hafa verið frábærir. Flott hlaup hjá Rashford og frábær móttaka. Bruno er með sjálfstraust á vítapunktinum þó að markvörðurinn hafi verið nálægt því að veraj spyrnuna," sagði Ole.

„Við viljum vinna alla leiki. Við erum með ungt lið sem er að læra. Við verðum að halda áfram að bæta okkur og vera með sama hugafar og við vorum með í dag."

Manchester United mætir Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn kemur.
Athugasemdir
banner
banner