Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. júní 2022 11:15
Elvar Geir Magnússon
Lið 5. umferðar - Fimm Fylkismenn
Lengjudeildin
Kristófer Páll Viðarsson skoraði fyrir Grindavík.
Kristófer Páll Viðarsson skoraði fyrir Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einum leik var frestað í 5. umferð Lengjudeildarinnar en það er viðureign Þróttar Vogum og HK sem mun fara fram 17. júlí. Úrvalslið umferðarinnar er því smíðað saman úr hinum fimm leikjum umferðarinnar.

Fylkir á flesta fulltrúa í liðinu, fjóra leikmenn og þá er Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari umferðarinnar eftir 5-0 burst gegn Vestra.

Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrennu og var valinn maður leiksins. Auk hans eru Fylkismennirnir Daði Ólafsson, Ásgeir Eyþórsson og Þórður Gunnar Hafþórsson í liði umferðarinnar.



Selfoss er á toppi deildarinnar með 13 stig en liðið vann 2-0 útisigur gegn Þór þar sem Gonzalo Zamorano og Hrvoje Tokic skoruðu og eru þeir báðir í liðinu.

Þrjú lið eru með 10 stig; Fylkir, Grótta og Fjölnir. Grótta skoraði jöfnunarmark djúpt í uppbótartíma gegn Aftureldingu en 2-2 urðu lokatölur leiksins. Jón Ívan Rivine markvörður Gróttu hafði nóg að gera og var valinn maður leiksins en hann hefur verið fjórum sinnum í úrvalsliðinu í fyrstu fimm umferðunum. Jökull Jörvar Þórhallsson var besti maður Aftureldingar og skoraði annað mark liðsins.

Fjölnir vann 3-1 sigur gegn KV þar sem sigurinn reyndist erfið fæðing. Hinn nítján ára gamli Lúkas Logi Heimisson var valinn maður leiksins.

Grindavík er með 9 stig og Kórdrengir 6 en liðin gerðu 1-1 jafntefli í Safamýri. Nathan Dale er fulltrúi Kórdrengja í liði umferðarinnar en Kristófer Páll Viðarsson skoraði mark Grindavíkur úr aukaspyrnu og er einnig í liðinu.

Fyrri úrvalslið Lengjudeildarinnar:
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner