Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. júní 2023 15:07
Elvar Geir Magnússon
Fiorentina segir leikmenn hafa óttast um öryggi sitt
Mynd: EPA
Fiorentina hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýnir hegðun stuðningsmanna West Ham. Leikmaður ítalska liðsins, Cristiano Biraghi, blóðgaðist eftir að plastglösum og öðru lauslegu var kastað í hann úr stúkunni.

West Ham vann 2-1 þegar liðin mættust í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í Prag í gær.

Í yfirlýsingu Fiorentina fordæmir félagið þessa hegðun áhorfenda.

„Þessi óásættanlega hegðun hafði áhrif á frammistöðu leikmannsins og liðsfélaga hans, athygli þeirra fór frá fótboltanum og þeir óttuðust um eigið öryggi," segir í yfirlýsingunni.

Félagið segist treysta UEFA til að rannsaka þessa hegðun ofan í kjölinn og þeir seku látnir axla ábyrgð. Rocco Commisso, forseti Fiorentina, sagði eftir leikinn að stuðningsmenn West Ham hefðu hegðað sér eins og villt dýr.
Athugasemdir
banner
banner
banner