Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   fim 08. júní 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Shakhtar ætlar í mál ef Solomon fer til Tottenham
Mynd: Getty Images

Serhiy Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska stórveldisins Shakhtar Donetsk, býst við að ísraelski kantmaðurinn Manor Solomon gangi til liðs við Tottenham í sumar.


Solomon á hálft ár eftir af samningi sínum við Shakhtar og segir Palkin að úkraínska félagið sé reiðubúið til að fara í mál við Tottenham.

„Ég trúi því að Manor Solomon verði áfram á Englandi. Ef hann fer til Tottenham þá munum við fara í mál við félagið," sagði Palkin við ESPN. „Þið getið ímyndað ykkur. Við borgum mikinn pening fyrir leikmann og á endanum fær Tottenham hann á frjálsri sölu? Það þykir okkur ekki vera sanngjarnt."

Solomon er 23 ára gamall og hefur sýnt flotta takta með Fulham á enska úrvalsdeildartímabilinu. Leikmaðurinn valdi sjálfur að yfirgefa Shakhtar vegna stríðsástandsins sem ríkir í Úkraínu.

Shakhtar borgaði um 6 milljónir evra til að kaupa Solomon frá Maccabi Petah Tikva í janúar 2019.


Athugasemdir
banner