Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 08. júlí 2020 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir dagsins: Silva bestur hjá Man City
Manchester City fór illa með Newcastle
Manchester City fór illa með Newcastle
Mynd: Getty Images
John Egan skoraði eina mark Sheffield United
John Egan skoraði eina mark Sheffield United
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er lokið í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester City, Burnley og Sheffield United unnu sína leiki. Hægt er að sjá einkunnagjöf úr leikjunum hér fyrir neðan.

David Silva var aðalmaðurinn í 5-0 sigri Manchester City á Newcastle United. Hann lagði upp tvö mörk í leiknum og skoraði svo úr aukaspyrnu. Hann yfirgefur félagið í sumar og ljóst að City mun sakna hans gríðarlega á næstu leiktíð.

Chronicle gaf leikmönnum Newcastle einkunnir á meðan Manchester Evening News sá um leikmenn City. Silva var maður leiksins.

Man City: Ederson (7), Cancelo (5), Otamendi (6), Stones (7), Zinchenko (7), Rodri (7), Silva (9), De Bruyne (8), Mahrez (7), Foden (8), Jesus (8).
Varamenn: Walker (7), Gundogan (7), Bernardo (6), Sterling (7), Doyle (6)

Newcastle: Dubravka (5), Yedlin (3), Krafth (5), Fernandez (3), Rose (5), Ritchie (4), Shelvey (4), Schar (5), Bentaleb (3), Lazaro (3), Joelinton (4).
Varamenn: Manquillo (5), Longstaff (5), Gayle (5).

John Egan skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma síðari hálfleiks er liðið vann Wolves 1-0. Egan fær 8 fyrir frammistöðuna í kvöld en Jack O'Connell var maður leiksins.

Sheffield Utd: Henderson (7), Basham (8), Egan (8), O’Connell (8), Baldock (7), Berge (6), Norwood (6), Osborn (7), Stevens (7), McBurnie (6), Sharp (6).
Varamenn: Mousset (6), Zivkovic (6).

Wolves: Patricio (6), Coady (6), Saiss (6), Boly (6), Doherty (7), Neves (7), Moutinho (6), Jonny (5), Traore (6), Jota (6), Jimenez (6).
Varamenn: Dendoncker (5).

Burnley lagði þá West Ham að velli, 1-0. Jay Rodriguez gerði eina mark leiksins á 36. mínútu. Nick Pope, markvörður Burnley, var í essinu sínu og var valinn maður leiksins hjá Sky.

West Ham: Fabianski (7), Cresswell (6), Fredericks (5), Ogbonna (6), Diop (6), Soucek (7), Rice (6), Bowen (7), Fornals (6), Yarmolenko (6), Antonio (6).
Varamenn: Haller (5).

Burnley: Pope (9), Taylor (7), Bardsley (7), Long (6), Tarkowski (7), Pieters (6), Brownhill (6), Westwood (6), McNeil (7), Rodriguez (7), Vydra (7).
Varamenn: Wood (7)
Athugasemdir
banner
banner
banner