Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. júlí 2021 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Topplið KR vann grannaslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það fóru þrír leikir fram í Lengjudeild kvenna í kvöld og hafa úrslitin loksins borist.

KR er með fjögurra stiga forystu á toppinum eftir sigur í nágrannaslag gegn Gróttu. Diljá Mjöll Aronsdóttir varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks, skömmu áður en Guðmunda Brynja Óladóttir tvöfaldaði forystuna og innsiglaði sigur KR.

KR er með fjögurra stiga forystu á Aftureldingu og FH, sem eiga leik til góða, og stefna Vesturbæingar beint aftur upp í efstu deild eftir fall í fyrra.

ÍA og Haukar gerðu þá markalaust jafntefli á meðan botnlið Grindavíkur náði stigi gegn Víkingi R.

KR 2 - 0 Grótta
1-0 Diljá Mjöll Aronsdóttir ('47, sjálfsmark)
2-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('53)

ÍA 0 - 0 Haukar

Grindavík 1 - 1 Víkingur R.
Markaskorara vantar

Tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner