Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   mán 08. júlí 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
De la Fuente: Gríman hamlar Mbappe
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar segir að Kylian Mbappe nái ekki að sýna sínar bestu hliðar með franska landsliðinu þar sem gríman hamli honum. Mbappe leikur með grímu eftir að hafa nefbrotnað í fyrstu umferð.

Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum annað kvöld. Sigurliðið leikur til úrslita gegn Englandi eða Hollandi á sunnudaginn.

De La Fuente var spurður að því hvort hann væri með sérstaka áætlun til að reyna að stöðva Mbappe annað kvöld en hann segir svo ekki vera.

„Ég hef aldrei gert það. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að svona grímur eru hamlandi. En Mbappe á 80% krafti er ansi góður. Það er þó rétt að hann hafi ekki enn sýnt sínar bestu hliðar á þessu móti," segir De La Fuente.

Spánn á möguleika á því að komast í úrslitaleik á stórmóti í fyrsta sinn síðan liðið vann EM 2012. Spánn er ríkjandi Þjóðadeildarmeistari eftir sigur í keppninni á síðasta ári.
Mun Víkingur ná að leggja Shamrock Rovers í seinni viðureign liðanna?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner