Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   fim 08. ágúst 2024 09:00
Sölvi Haraldsson
Arteta fámáll í gær - „Getum ekki talað um svona hluti“
Arteta, stjóri Arsenal.
Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: John Walton

Mikkel Arteta hafði ekki mikið að segja um framtíð Nketiah og Ramsdale á blaðamanafundi í gærkvöldi eftir 4-1 sigur á Bayer Leverkusen í æfingarleik á Emirates vellinum í London.


Við getum ekki talað um svona hluti.“ sagði Arteta þegar hann var spurður út í stöðu og framtíð Nketiah hjá liðinu. Hann hélt svo áfram og hrósaði leikmanninum í hástert.

Hann spilaði nokkrar mínútur í dag. Hann er leikmaður sem gefur okkur ótrúlega mikið en á þessari stundu er ekkert um að ræða.

Það var mjög svipað hljóðið í honum er hann var spurður út í Aaron Ramsdale.

Staðan er eins hjá Ramsdale og hjá öllum leikmönnum liðsins. Það vilja allir spila. Það eru tækifæri sem ég mun gefa þeim en þeir verða að vinna sér inn fyrir þeim. Það er bara þannig.“ hafði Arteta að segja um Aaron Ramsdale.


Athugasemdir
banner
banner
banner