Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 12:47
Magnús Már Einarsson
Kalvin Phillips byrjar hjá Englandi í kvöld - Coady líka?
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds, verður í byrjunarliði Englands gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í kvöld en Sky sports greinir frá þessu.

Hinn 24 ára gamli Phillips var ónotaður varamaður gegn Íslandi um helgina en hann gæti spilað sinn fyrsta landsleik í kvöld.

Sky Sports segir að Southgate ætli að spila með þriggja manna vörn líkt og hann gerði með góðum árangri á HM 2018. Phillips og Declan Rice verða saman aftarlega á miðjunni.

Conor Coady, fyrirliði Wolves, gæti einnig byrjað í þriggja manna vörninni en hann á ekki landsleik að baki.

Coady hefur verið frábær í þriggja manna vörn Wolves undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner