Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   þri 08. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Quaresma til Vitoria (Staðfest) - Hafnaði Mustang fyrir hest
Ricardo Quaresma er búinn að skrifa undir samning við Vitoria SC sem leikur í efstu deild portúgalska boltans.

Quaresma verður 37 ára í lok september en þessi geysivinsæli kantmaður hefur spilað 80 landsleiki fyrir Portúgal. Auk þess hefur hann stoppað við hjá félögum á borð við Barcelona, Porto og Inter á ferlinum.

Quaresma er oft kallaður O Cigano á portúgölsku, eða 'Sígauninn' á íslensku, þar sem hann er af sígaunaættum. Kantmaðurinn tók þó upp kaþólska trú í júlí 2016 og er með sálm úr biblíunni húðflúraðan á hausnum.

Quaresma er kynntur með skemmtilegu myndbandi, þar sem hann afþakkar Mustang bifreið sem honum er boðin og mætir þess í stað ríðandi á hvítum hesti.


Athugasemdir
banner
banner