Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ramos er markahæsti varnarmaður í sögu landsliðakeppna
Auk þess að vera leikjahæsti leikmaður í sögu spænska landsliðsins á hinn 34 ára gamli Ramos 650 leiki að baki fyrir stórveldi Real Madrid.
Auk þess að vera leikjahæsti leikmaður í sögu spænska landsliðsins á hinn 34 ára gamli Ramos 650 leiki að baki fyrir stórveldi Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos skoraði sitt tuttugasta og þriðja landsliðsmark fyrir Spán um helgina og er þar með orðinn markahæsti varnarmaður í sögu landsliðakeppna.

Ramos er af mörgum talinn meðal bestu miðvarða knattspyrnusögunnar og hefur hann unnið til ógrynni verðlauna með Real Madrid og spænska landsliðinu.

Hann skoraði tvennu í 4-0 sigri Spánar gegn Úkraínu á sunnudaginn. Fyrra markið skoraði hann af vítapunktinum og það seinna með frábærum skalla.

Ramos er núna í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu spænska landsliðsins, við hlið Alfredo Di Stefano sem skoraði 23 í 31 landsleik. Ramos er leikjahæstur í sögu spænska landsliðsins með 172 leiki að baki.

David Villa er markahæstur hjá Spáni með 59 mörk. Raúl er í öðru með 44 mörk og Fernando Torres kemur næstur með 38 mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner