Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   mið 08. september 2021 20:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegt klúður Werner vekur athygli - „Hvaða hoax er þetta?"
Icelandair
Ísland og Þýskaland eigast við þessa stundina og er staðan 0-3 á Laugardalsvelli.

Timo Werner hefur heldur betur verið í færunum í leiknum en hefur ekki tekist að skora. Á 61. mínútu fékk hann alveg frábært færi.

Hann fékk sendingu frá Lukas Klostermann og var með íslenska markið opið fyrir framan sig.

Einhvern veginn tókst Werner að moka boltanum yfir og það hefur vakið athygli. Breski miðilinn Mirror birtir færslu af klúðrinu.

Werner hefur verið einstaklega iðinn við að klúðra færum að undanförnu og hefur frammistaðan í kvöld verið í takti við það.





Athugasemdir
banner
banner