Evrópudeildin snýr aftur í dag en þá fer fram fyrsta umferðin í riðlakeppninni.
Manchester United verður í eldlínunni í kvöld en liðið fær spænska félagið Real Sociedad í heimsókn á Old Trafford en flautað verður til leiks klukkan 19 í Manchester borg.
David Silva, goðsögn hjá Manchester City, snýr aftur til borgarinnar en hann er á mála hjá Sociedad. Liðið er um miðja deild á Spáni eftir fjórar umferðir.
Arsenal fer til Sviss og tekur á móti Zurich í A-riðli en Ruud van Nistelrooy og lærisveinar hans í PSV mæta Alfonsi Sampsted og félögum í Bodö/Glimt.
Roma mætir búlgarska liðinu Ludogorets í C riðli og þá mætast Lazio og Feyenoord í Rómaborg í F-riðli svo eitthvað sé nefnt.
Alla leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.
Leikir dagsins:
Riðill A:
16:45 Zurich - Arsenal
16:45 PSV - Bodo-Glimt
Riðill B:
16:45 AEK Larnaca - Rennes
16:45 Fenerbahce - Dynamo K.
Riðill C:
16:45 Ludogorets - Roma
16:45 HJK Helsinki - Betis
Riðill D:
16:45 Malmo FF - Braga
16:45 Union Berlin - St. Gilloise
Riðill E:
19:00 Man Utd - Real Sociedad
19:00 Omonia - Sherif
Riðill F:
19:00 Lazio - Feyenoord
19:00 Sturm - Midtjylland
Riðill G:
19:00 Freiburg - Qarabag
19:00 Nantes - Olympiakos
Riðill H:
19:00 Rauða stjarnan - Mónakó
19:00 Ferencvaros - Trabzonspor