Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   sun 08. nóvember 2020 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Pernille Harder kláraði Everton
Kvenaboltinn
Norska stórstjarnan Pernille Harder gekk í raðir Chelsea í sumar en hefur ekki farið sérstaklega vel af stað.

Í dag gerði hún fjórða mark leiksins í stórsigri Chelsea gegn Everton er liðin mættust í enska boltanum.

Markið var glæsilegt þar sem Harder fer framhjá þremur andstæðingum áður en hún smellir knettinum í vinkilinn fjær.

Þetta var annað mark Harder í fimm deildarleikjum með Chelsea en hún gerði 27 mörk í 21 leik með Wolfsburg í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.

Pernille Harder’s exquisite finish v Everton (great goal) from r/soccer


Athugasemdir
banner