Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   fös 08. nóvember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill halda Van Nistelrooy hjá Man Utd
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy.
Mynd: Getty Images
Andre Onana, markvörður Manchester United, hefur hvatt Rúben Amorim, verðandi stjóra liðsins, að halda Ruud van Nistelrooy hjá félaginu.

Van Nistelrooy kom til Man Utd síðastliðið sumar inn í þjálfarateymi Erik ten Hag. Hann hefur svo í síðustu leikjum stýrt United til bráðabirgða.

Óvíst er hvort Van Nistelrooy verði áfram hjá Man Utd eftir að Amorim tekur við, en Onana vonar það.

„Hann er mjög góður gaur og mjög góður þjálfari. Hann hefur hjálpað okkur mikið og staðið sig frábærlega," sagði Onana og þegar hann var aðspurður að því hvort hann vildi halda Hollendingnum hjá félaginu, þá sagði hann:

„Alveg 100 prósent. En á endanum er það félagið sem tekur ákvörðun."
Athugasemdir
banner
banner
banner