Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. desember 2021 16:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð opinn fyrir því að vera áfram hjá Álasundi
Davíð Kristján
Davíð Kristján
Mynd: Davíð Kristján Ólafsson
Davíð Kristján Ólafsson hefur átt frábært tímabil með Álasundi í Noregi. Liðið er á leið aftur upp í efstu deild, endaði í 2. sæti í næstefstu deild og fylgir Ham-Kam upp. Samningur Davíðs við félagið rennur út um áramótin og er hann að skoða sín mál.

Davíð, sem er 26 ára vinstri bakvörður, spilaði 26 leiki á tímabilinu og skoraði tvö mörk. Ofan á það lagði hann upp átta mörk.

Hann byrjaði tímabilið á bekknum en kom inn í liðið í 5. umferð og leit ekki um öxl, byrjaði alla leiki eftir það.

„Þetta er allt í skoðun, er alveg opinn fyrir því að vera áfram," sagði Davíð við Fótbolta.net í dag.

„Ég sagði við félagið að ég vildi aðeins bíða og sjá," sagði Davíð aðspurður hvort hann væri í viðræðum við norska félagið þessa stundina.

Davíð hefur verið hjá Álasundi frá árinu 2019 þegar hann kom frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki. Hann á að baki tvo leiki með A-landslinu en hann var fyrst valinn í landsliðshóp árið 2018.
Athugasemdir
banner