Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. desember 2021 18:11
Brynjar Ingi Erluson
Leicester verður án sjö leikmanna á morgun
Kelechi Iheanacho verður ekki með á morgun
Kelechi Iheanacho verður ekki með á morgun
Mynd: EPA
Sjö leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Leicester City verða fjarverandi í leik liðsins gegn Napoli í Evrópudeildinni á morgun en þetta segir John Percy hjá Telegraph.

Leikurinn gegn Napoli er gríðarlega mikilvægur en liðið er í efsta sæti C-riðils með 8 stig, stigi meira en Napoli og Spartak.

Samkvæmt Percy þá eru þeir Ademola Lookman, Kelechi Iheanacho og Ayoze Perez allir veikir. Nokkrir leikmenn hafa smitast af Covid-19 og aðrir leikmenn sem finna fyrir einkennum af flensu.

Þrír úr þjálfaraliðinu eru einnig frá vegna veirunnar.

Antonio Conte, stjóri Tottenham, er að glíma við svipað vandamál og Brendan Rodgers hjá Leicester en átta leikmenn Tottenham eru smitaðir af veirunni og þá fimm úr starfsliðinu fyrir leik liðsins gegn Rennes í Sambandsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner