Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 09. janúar 2023 12:31
Elvar Geir Magnússon
Martínez nýr þjálfari Portúgals (Staðfest)
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Getty Images
Spánverjinn Roberto Martínez hefur verið staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari Portúgals.

Martínez, sem gerir þriggja og hálfs árs samning, hætti sem landsliðsþjálfari Belgíu eftir að liðinu mistókst að komast upp úr riðli sínum á HM í Katar.

Þessi fyrrum stjóri Everton og Wigan var ráðinn þjálfari Belga 2016. Undir hans stjórn endaði Belgía í þriðja sæti á HM 2018 en liðið var í öðru sæti á FIFA listanum þegar það kom inn í HM í Katar.

Fernando Santos lét af störfum eftir að portúgalska liðið tapaði gegn Marokkó í 8-liða úrslitum HM.

Martínez fær að glíma við það verkefni að takast á við vandamálin sem fylgja Cristiano Ronaldo en í viðtali á síðasta ári talaði Martínez um það að árin væru farin að hafa áhrif á Ronaldo og frammistaða leikmannsins færi dalandi.


Athugasemdir
banner
banner