Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. febrúar 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Berg fjórði besti byrjunarliðsmaður Burnley
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson var einn af þremur leikmönnum Burnley sem hélt sæti sínu í byrjunarliðinu fyrir bikartapið óvænt gegn Bournemouth í kvöld.

Íslenski kantmaðurinn spilaði 74 mínútur þegar Burnley tapaði 0-2 fyrir Bournemouth, sem leikur í næst efstu deild Englands.

Jóhann Berg fær fjórðu hæstu einkunn af þeim leikmönnum sem byrjuðu leikinn í einkunnagjöf staðarmiðilsins LancsLive.

„Stóð sig allt í lagi. Reyndi að skapa þegar hann fékk boltann en kom alltaf inn á völlinn og reyndi að gefa fyrir sem var orðið fyrirsjáanlegt," segir í umsögn um frammistöðu hans.

Jóhann Berg fær 5,5 einkunn en þrír leikmenn liðsins fá 6 í einkunn. Skoða má einkunnagjöfina í heild sinni
Athugasemdir
banner