Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 09. febrúar 2024 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðshópurinn - Sveindís snýr aftur
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið hóp sem mætir Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar seinna í þessum mánuði.

Það eru tvær breytingar frá síðasta verkefni. Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, kemur inn fyrir Guðnýju Geirsdóttur, markvörð ÍBV, og Sveindís Jane Jónsdóttir mætir aftur í hópinn eftir fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur.

Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar. Takist Íslandi að sigra viðureignina mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.

Markverðir:
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 9 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 1 leikur
Aldís Guðlaugsdóttir - FH

Útileikmenn:
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 25 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 57 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 120 leikir, 10 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 33 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 19 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga Fotball - 5 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 38 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 39 leikir, 4 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 10 leikir, 1 mark
Lára Kristín Pedersen - Fortuna Sittard - 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Leverkusen - 35 leikir, 9 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC Nürnberg - 34 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 17 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 3 leikir
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 32 leikir, 8 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir, 4 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 10 leikir, 1 mark
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 10 leikir, 1 mark
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 4 leikir, 2 mörk
Athugasemdir
banner
banner