Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið hóp sem mætir Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar seinna í þessum mánuði.
Það eru tvær breytingar frá síðasta verkefni. Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, kemur inn fyrir Guðnýju Geirsdóttur, markvörð ÍBV, og Sveindís Jane Jónsdóttir mætir aftur í hópinn eftir fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur.
Það eru tvær breytingar frá síðasta verkefni. Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, kemur inn fyrir Guðnýju Geirsdóttur, markvörð ÍBV, og Sveindís Jane Jónsdóttir mætir aftur í hópinn eftir fjarveru vegna meiðsla. Hún kemur inn fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur.
Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli þriðjudaginn 27. febrúar. Takist Íslandi að sigra viðureignina mun liðið halda sæti sínu í A deild í undankeppni EM 2025, en með tapi fellur Ísland í B deild.
Markverðir:
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 9 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 1 leikur
Aldís Guðlaugsdóttir - FH
Útileikmenn:
Guðný Árnadóttir - AC Milan - 25 leikir
Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 57 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 120 leikir, 10 mörk
Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 33 leikir, 1 mark
Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 19 leikir, 1 mark
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga Fotball - 5 leikir
Sandra María Jessen - Þór/KA - 38 leikir, 6 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark
Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 39 leikir, 4 mörk
Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 10 leikir, 1 mark
Lára Kristín Pedersen - Fortuna Sittard - 3 leikir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Leverkusen - 35 leikir, 9 mörk
Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC Nürnberg - 34 leikir, 4 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 17 leikir, 2 mörk
Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 3 leikir
Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 32 leikir, 8 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir, 4 mörk
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 10 leikir, 1 mark
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 10 leikir, 1 mark
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 4 leikir, 2 mörk
Athugasemdir