Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 09. mars 2019 12:59
Arnar Helgi Magnússon
Willum skoraði í fyrsta leik með BATE - Valinn maður leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Bate Borisov þegar liðið mætti Isloch Minskiy Rayon í bikarnum í dag.

Þetta var fyrsti leikur Willums fyrir Bate Borisov.

Mark Willums kom á 34. mínútu leiksins en liðsmenn Isloch jöfnuðu metin tæpum tveimur mínútum síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og jafntefli því niðurstaðan. Eftir leikinn var Willum síðan valinn maður leiksins.

Liðin mætast aftur á fimmtudaginn og þá kemur í ljós hvaða lið fer áfram í næstu umferð bikarsins.

BATE er langstærsta félagið í Hvíta-Rússlandi en það hefur orðið meistari þar í landi þrettán ár í röð. Í Hvíta-Rússlandi er sumardeild en nýtt tímabil þar hefst í kringum mánaðarmótin mars/apríl.

Hinn tvítugi Willum var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar hjá Fótbolta.net á síðasta tímabili.



Athugasemdir
banner
banner