Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 09. apríl 2021 08:00
Aksentije Milisic
Inter og Juve bætast við í baráttuna um Calhanoglu
Mynd: Getty Images
Hakan Calhanoglu, leikmaður AC Milan, hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við félagið.

Samningsviðræður hafa staðið yfir í töluverðan tíma en hins vegar er enn ekkert klárt í þessum málum.

Inter og Juventus eru sögð hafa mikinn áhuga á leikmanninum en þá hefur hann einnig verið orðaður við Chelsea og Manchester United.

Hakan Calhanoglu og Gianluigi Donnarumma verða lausir allra mála hjá Milan þann 1. júlí og því ljóst að þeir gætu endað hvar sem er.

Calhanoglu ku vilja fá hærri laun en Milan er að bjóða og það er að koma í veg fyrir að hann kroti undir. Tyrkinn má nú þegar byrja að ræða við önnur lið.

Hakan er algjör lykilmaður hjá AC Milan og tyrkneska landsliðinu og því ríkir mikil óvissa um hvar þessi öflugi spyrnumaður endar.
Athugasemdir
banner
banner
banner