Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 09. maí 2021 17:37
Brynjar Ingi Erluson
England: West Ham þarf kraftaverk til að komast í Meistaradeildina
Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmarkið
Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmarkið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham 0 - 1 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin ('24 )

Von West Ham um að komast í Meistaradeild Evrópu er nánast orðin að engu eftir 1-0 tap gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

West Ham var búið að eygja von um að spila meðal bestu liða heims en eftir úrslit dagsins.

Dominic Calvert-Lewin kom Everton yfir á 24. mínútu. Enski framherjinn fékk sendingu frá Ben Godfrey. Calvert-Lewin var með Craig Dawson í sér en náði að koma föstu skoti framhjá Lukasz Fabianski og í netið.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og átti hættulega aukaspyrnu fjórum mínútum síðar en Fabianski náði að pota boltanum yfir markið.

Said Benrahma fékk ágætis færi á 38. mínútu er hann skallaði fyrirgjöf Pablo Fornals yfir markið en hann hefði átt að gera mun betur í þessari stöðu.

Vladimir Coufal var nálægt því að jafna metin á 61. mínútu en skot hans fór í stöng. Jarrod Bowen var næst því að taka frákastið en honum tókst að klúðra því á einhvern ótrúlegan hátt.

Joshua King, sem kom inná sem varamaður hjá Everton, gat gert út um leikinn á 84. mínútu er Calvert-Lewin átti fyrirgjöf inn í teiginn en skalli King fór í stöng. Aðeins mínútu síðar fór Gylfi Þór af velli fyrir Fabian Delph.

Mörkin urðu ekki fleiri og Everton tekur mikilvægan sigur á London-leikvanginum. Þetta er afar vont fyrir West Ham sem er í 5. sæti deildarinnar með 58 stig, fimm stigum á eftir Leicester sem er í fjórða sætinu þegar þrír leikir eru eftir. Everton er í 8. sæti með 55 stig.
Athugasemdir
banner