Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 09. júní 2021 10:04
Elvar Geir Magnússon
Filippo Inzaghi nýr þjálfari Birkis og Hólmberts (Staðfest)
Filippo Inzaghi er nýr stjóri Brescia í ítölsku B-deildinni en íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Hólmbert Aron Friðjónsson eru hjá félaginu.

Brescia hafnaði í sjöunda sæti B-deildarinnar á liðnu tímabili, Birkir var í lykilhlutverki en meiðsli gerðu að verkum að Hólmbert kom aðeins við sögu í níu leikjum.

Inzaghi stýrði Benevento en yfirgaf félagið eftir fall úr ítölsku A-deildinni.

„Nýtt ævintýri hefst fyrir mig og ég er bæði ánægður og stoltur," segir Inzaghi en hann var mikill markaskorari á sínum tíma og spilaði fyrir Juventus og AC Milan.

Bróðir hans, Simone Inzaghi, tók nýlega við stjórnartaumunum hjá stórliðinu Inter.
Athugasemdir
banner