Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 21:30
Brynjar Ingi Erluson
Davíð og Róbert spiluðu í átta marka jafntefli
Róbert Orri var í vörn Kongsvinger
Róbert Orri var í vörn Kongsvinger
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson og Róbert Orri Þorkelsson mættust í spennuleik í B-deildinni í Noregi í dag er Álasund og Kongsvinger gerðu ótrúlegt 4-4 jafntefli.

Davíð byrjaði hjá Álasundi á meðan Róbert var í vörn Kongsvinger.

Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var Álasund með óvænta 3-1 forystu.

Kongsvinger jafnaði leikinn með tveimur mörkum á átta mínútum en heimamenn svöruðu með fjórða marki sínu á 82. mínútu. Þremur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma bjargaði Lucas Haren stigi fyrir Kongsvinger og lokatöur því 3-3.

Kongsvinger er á toppnum með 25 stig en Álasund í næst neðsta sæti með 9 stig.

Óskar Borgþórsson kom inn af bekknum á lokamínútunum í 2-2 jafntefli Sogndal gegn Egersund. Sogndal er í 7. sæti með 17 stig.

Eyþór Martin Björgólfsson kom einnig inn af bekknum er Moss tapaði fyrir Vålerenga, 5-1. Moss er í 5. sæti með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner