Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. júlí 2020 15:00
Magnús Már Einarsson
Dregið í Meistara- og Evrópudeildinni á morgun
Mynd: Getty Images
Dregið verður í 8-liða og undanúrslit í Meistara- og Evrópudeildinni á morgun.

Vegna kórónaveirunnar verður breytt fyrirkomulag í keppninni í ár en 8-liða úrslitin, undanúrslit og úrslitaleikurinn sjálfur fara fram í Lisabon í Portúgal dagana 12-23. ágúst.

Þar sem ekki er leikið heima og að heiman þá ráðast úrslitin í 8-liða og undanúrslitum í einum leik.

Atalanta, RB Leipzig, PSG og Atletico Madrid eru komin áfram í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni en í fjórum viðureignum er síðari leikurinn eftir.

Leikir sem eru eftir í 16-liða úrslitum
Juventus - Lyon (0-1 eftir fyrri leikinn)
Manchester City - Real Madrid (2-1 eftir fyrri leikinn)
Barcelona - Napoli (1-1 eftir fyrri leikinn)
Bayern Munchen - Chelsea (3-0 eftir fyrri leikinn)

Einnig verður dregið í Evrópudeildinni á morgun en þar eru átta viðureignir eftir í 16-liða úrslitum. Þar verður mótið klárað á fjórum völlum í Þýskalandi í ágúst en fyrirkomulagið er eins og í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner