Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 09. ágúst 2020 14:05
Aksentije Milisic
„Pirlo getur orðið betri þjálfari heldur en Zidane"
Mynd: Getty Images
Alessandro Del Piero, goðsögn hjá Juventus, hefur sagt að Andrea Pirlo geti orðið betri þjálfari heldur Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.

Zidane hefur unnið Meistaradeildina í þrígang og því eru þetta stór orð hjá Del Piero.

Maurizio Sarri var rekinn frá Juventus eftir að liðið datt úr Meistaradeild Evrópu gegn Lyon í fyrradag og var liðið ekki lengi að ráða Andrea Pirlo til starfa.

„Það er kannski ekki sanngjart að bera þetta saman, en Zizou þjálfaði unglingaliðiði hjá Real og var svo aðstoðarþjálfari hjá Carlo Ancelotti. Pirlo er samt með alla burði til þess að gera betur en Zidane," sagði Del Piero.

„Hann þekkir félagið, leikmennina, stjórnina og ég held að hann nái mjög vel með öllum. Þetta kom mér samt á óvart, ég bjóst ekki við því að hann yrði þjálfari."

Juventus vann deildina með einu stigi á þessari leiktíð en það var ekki nóg fyrir Sarri að halda starfi sínu hjá liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner