Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 09. ágúst 2020 14:30
Aksentije Milisic
Svíþjóð: Arnór Ingvi kom inn af bekknum í sigri
Mynd: Getty Images
Falkensberg FF 0-1 Malmö
0-1 Jo Inge Berget ('10)
Rautt spjald: Isaac Kiese Thelin ('8)

Arnór Ingvi Traustason spilaði tæpan hálftíma í 1-0 sigri Malmö á Falkensberg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Arnór kom inn á sem varamaður á 63. mínútu leiksins.

Malmö, sem er á toppi deildarinnar eftir fjórtán leiki, missti mann af velli snemma leiks þegar Thelin fékk beint rautt spjald. Það kom þó ekki að sök því Jo Inge Berget skoraði á tíundu mínútu leiksins og reyndist það vera sigurmarkið.

Malmö á toppi deildarinnar eins og áður sagði en Falkensberg er í 14. sæti deildarinnar í bullandi fallbaráttu.

Óskar Sverrisson var þá ekki í leikmannahópi Hacken sem tapaði gegn Kalmar.
Athugasemdir
banner
banner