Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 09. ágúst 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vandræðaleg atburðarás í Kórnum - „Þýðir ekkert að fara í fýlu"
Úr leik í Kórnum.
Úr leik í Kórnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það jákvæða í þessu er að HK er komið með nýtt gervigras á keppnisvöllinn sinn.
Það jákvæða í þessu er að HK er komið með nýtt gervigras á keppnisvöllinn sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar æfðu í Kórnum í gær eftir að ljóst varð að leikurinn gegn HK færi ekki fram eins og áætlað var. Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:15 en var frestað þar sem annað markið var brotið og bráðabirgðamark stóðst ekki kröfur dómaratríósins.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær leikurinn verður spilaður en líklega fer hann fram 21. eða 22. ágúst.

Þetta var til umræðu í Innkastinu. Leikurinn átti upprunalega að fara fram á miðvikudag en vegna framkvæmda í Kórnum, lagningu nýs gervigrass, var leiknum seinkað um sólarhring.

„Menn voru á síðasta snúning, voru sveittir að vinna dag og nótt til þess að þessi leikur gæti farið fram," sagði Elvar Geir.

„Það er stórskrítið að þetta uppgötvist ekki fyrr en klukkutíma fyrir leik," sagði Haraldur Örn Haraldsson.

„Þetta er vandræðalegt, svo það sé á hreinu. Þetta er kjánalegt," sagði Valur Gunnarsson.

„Hugsið ykkur kostnaðinn fyrir Stöð 2 Sport sem er að mæta með myndavélar og starfsfólk," sagði Elvar Geir. Umræðuna má nálgast í upphafi þáttar í spilaranum hér neðst.

Óskar Hrafn: Þýðir ekkert að fara fýlu út af þessu
Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, yfirmann fótboltamála hjá KR, og var hann spurður út í gærkvöldið.

„Það er ekkert við þessu að gera, maður reynir bara að horfa á þetta jákvæðum augum. Það þýðir ekkert að fara í fýlu út í vallarstarfsfólk í Kórnum, fyrirtækið sem leggur gervigrasið eða HK. Það bara gengur ekki. Menn bara gera það besta úr þessu, þetta var ágætis æfing og breytir svo sem engu. Við bara spilum þennan leik seinna, höfum ekki tíma til að vera velta okkur upp úr þessu," segir Óskar.
Innkastið - Brotið mark og óútreiknanlegt liðsval
Athugasemdir
banner
banner
banner