Leik HK og KR var frestað i gær þar sem annað markið í Kórnum var brotið og bráðabirgðamark stóðst ekki kröfur dómaratríósins.
Einn leikmaður, Finnur Tómas Pálmason hjá KR, átti að taka út leikbann í leiknum. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Finnur verði í leikbanni þegar KR tekur á móti FH á mánudag.
Einn leikmaður, Finnur Tómas Pálmason hjá KR, átti að taka út leikbann í leiknum. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, staðfesti í samtali við Fótbolta.net að Finnur verði í leikbanni þegar KR tekur á móti FH á mánudag.
„Leikbönn fylgja ekki leiknum, þau fara fram samkvæmt reglugerð, leikbannið tekið út í næsta leik."
Og ef einhver fær leikheimild í millitíðinni, þá má hann spila þennan leik?
„Já já, eins og á við um aðrar frestanir sem hafa átt sér stað vegna Evrópukeppna og annað," segir Birkir.
Hann er að skoða málið í dag, ekki er búið að ákveða hvenær leikurinn mun fara fram. „Ég er bara að afla gagna í tengslum við þetta til að geta skoðað þetta betur og átta mig á því hvað gerðist í raun," segir Birkir.
Fljótt á litið er ólíklegt að leikurinn geti farið fram fyrr en 21.- 23. ágúst.
Athugasemdir