Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 09. september 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Chris Brunt farinn til Bristol City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bristol City er búið að staðfesta komu Chris Brunt til félagsins á frjálsri sölu eftir þrettán ár í herbúðum West Bromwich Albion.

Brunt verður 36 ára gamall í desember og á hann 421 leik að baki fyrir West brom, langflesta þeirra í ensku úrvalsdeildinni.

Brunt er gríðarlega fjölhæfur miðjumaður sem hefur oft verið notaður í vinstri bakverði, á vinstri kanti eða sem sóknartengiliður fyrir aftan fremsta mann.

Bristol City stefnir á umspilsbaráttuna á næstu leiktíð eftir að hafa endað um miðja deild á síðasta tímabili.

Hann er frá Norður-Írlandi og spilaði 65 landsleiki frá 2004 til 2017.


Athugasemdir
banner
banner