Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 09. október 2019 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho neitar Lyon - Wenger og Blanc efstir á óskalistanum
Mourinho bíður eftir stöðu á Englandi
Mynd: Getty Images
Lyon rak á mánudag Sylvinho úr stjórastöðunni hjá félaginu. Liðinu hafði gengið illla í byrjun móts og situr í 14. sæti frönsku Ligue 1.

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum hafði Lyon samband við Jose Mourinho, fyrrum stjóra Chelsea, Real Madrid, Inter, Porto og Manchester United.

Mourinho neitaði tilboði forseta Lyon. Portúgalinn er mest sagður hafa áhuga á að stýra liði á Englandi þar sem fjölskylda hans býr enn. Hann hefur mest verið orðaður við stöðuna hjá Tottenham en hann er einnig sagður vilja taka við Real ef Zinedine Zidane verður látinn fara.

Efstir á blaði hjá Lyon eru þeir Laurent Blanc og Arsene Wenger en fyrrum aðstoðarmaður Sylvinho stýrir liðinu þar til eftirmaður hans finnst.
Athugasemdir
banner
banner
banner