Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. október 2019 21:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Zaha varð fyrir rasísku aðkasti á samfélagsmiðlum - Palace vill mestu refsingu sem völ er á
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha varð á dögunum fyrir rasísku aðkasti á samfélagsmiðlum. Zaha er á mála hjá Crystal Palace og félagið ætlar að refsa á viðeigandi hátt þeim sem eiga í hlut.

„Crystal Palace rannsakar atriði þar sem Wilfried Zaha, leikmaður félagsins, varð fyrir rasísku aðkasti á samfélagsmiðlum," segir í tilkynningu frá félaginu. Félagið hefur áður sagt að það ætli að refsa fyrir slík athæfi og ætlar félagið með þetta mál lengra og leitar í reglubækurnar.

„Við líðum ekki svona athæfi í garð leikmanna okkar og styðjum þá að fullu í svona atriðum. Félagið mun leita aðstoðar til annara félaga sem geta aðstoðað við svona mál og er þetta mál skoðað sem sakamál. Aðilarnir sem á við verða sóttir til saka og viljum við mestu mögulegu refsingu sem völ er á."

Zaha er sagður ósáttur með að vera hjá félaginu en hann á fjögur ár eftir af samningi sínum við félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner