Fernando Santo, þjálfari Portúgalska landsliðsins, virðist vera gagnrýna Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United, en hann segir að Ronaldo þurfti að spila fleiri mínútur.
Ronaldo var óvænt á bekknum gegn Everton í síðasta leik United fyrir landsleikjahlé en hann kom inn af bekknum í síðari hálfleiknum.
Það náðist myndband af Sir Alex Ferguson vera segja að það á alltaf að spila sínum bestu leikmönnum. Ljóst er að margir voru ekki hrifnir af þessari ákvörðun hjá Norðmanninum.
Portúgal mætir Lúxemborg í undankeppni HM á þriðjudaginn en liðið á æfingaleik gegn Qatar í kvöld. Santo segir að Ronaldo gæti tekið þátt í þeim leik því hann spilaði ekki allan leikinn gegn Everton.
„Ronaldo þarf að spila og hann mun taka þátt í leiknum gegn Qatar. Það er mikilvægt fyrir hann að spila," sagði Santo.
„Hann spilaði síðast heilan leik í Meistaradeildinni þann 29. september. Ef hann spilar bara gegn Lúxemborg, þá munu líða 15 dagar þar sem hann spilar ekki í miklum ákafa."
Ronaldo hefur byrjað vel hjá United og skorað fimm mörk í sex fyrstu leikjum sínum fyrir félagið og því undruðust margir á því þegar Solskjær setti hann á bekkinn í síðasta leiknum fyrir landsleikjahlé.
Athugasemdir