Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 09. október 2024 09:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull (Staðfest) - Klásúla í samningnum
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Red Bull hefur tilkynnt Jurgen Klopp sem nýjan yfirmann fótboltamála hjá Red Bull á heimsvísu.

Þessi fyrrum stjóri Liverpool hefur skrifað undir langtímasamning hjá Red Bull og hefur störf 1. janúar.

Hann mun bera ábyrgð á stefnumótun hjá Red Bull sem á nokkur félög víðsvegar um heiminn.

Þar eru RB Leipzig, Red Bull Salzburg, New York Red Bulls og félag í Brasilíu.

Oliver Mintzlaff, forstjóri Red Bull, náði að sannfæra Klopp um að ganga í raðir samsteypunnar.

Klopp hefur verið án starfs frá því að hann hætti sem stjóri Liverpool í vor.

„Eftir tæp 25 ár á hliðarlínunni gæti ég ekki verið spenntari fyrir því að taka þátt í verkefni sem þessu. Hlutverkið er kannski annað en ástríða mín fyrir fótbola og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er óbreytt. með því að ganga til liðs við Red Bull á alþjóðlegum vettvangi vil ég þróa, bæta og styðja þá ótrúlegu fótboltahæfileika sem við höfum aðgang að."

Hjá Sky í Þýskalandi er sagt frá því að í samnijngi Klopp sé klásúla um að hann geti tekið við þýska landsliðinu í framtíðinni þegar Julian Nagelsmann segir skilið við landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner