Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fös 10. janúar 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City leggur fram tilboð í Khusanov
Mynd: EPA
Þýski blaðamaðurinn Patrick Berger segir að Englandsmeistarar Manchester City hafi lagt fram tilboð í Abdukodir Khusanov, varnarmann Lens í Frakklandi.

Pep Guardiola, stjóri Man City, vill fá meiri breidd í varnarlínuna fyrir seinni hluta tímabilsins og sér hann Khusanov sem framtíðarmann í liðinu.

Khusanov er tvítugur miðvörður sem kemur frá Úsbekistan, en hann hefur verið að gera það gott með Lens á þessu tímabili.

Berger, sem starfar hjá Sky í Þýskalandi segir að Man City hafi nú lagt fram 41,8 milljóna punda tilboð í Khusanov sem er mjög áhugasamur um að ganga í raðir enska félagsins.

Eins og hefur einnig komið fram er Man City í viðræðum við Eintracht Frankfurt um kaup á egypska sóknarmanninum Omar Marmoush og því nóg að gera á skrifstofunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner