Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 10. febrúar 2021 16:30
Elvar Geir Magnússon
Thiago ekki með orkuna sem þarf í Liverpool
Thiago er mikið í umræðunni.
Thiago er mikið í umræðunni.
Mynd: Getty Images
Mikil gleði gaus upp hjá stuðningsmönnum Liverpool þegar Thiago Alcantara kom frá Bayern München síðasta sumar.

Skiljanlega enda er Spánverjinn magnaður leikmaður þegar hann er á deginum sínum. Liverpool hefur séð glefsur af snilli hans og í fyrsta leik fyrir félagið var eins og hann hefði verið þarna í mörg ár.

En hlutirnir hafa ekki gengið að óskum hjá Liverpool af tímabilinu og sparkspekingar mikið rætt um Thiago.

John Barnes, fyrrum leikmaur Liverpool, segir að vandræði liðsins við að skapa mörk megi að hluta rekja til þess að Thiago hægi á spilinu.

„Með Jordan Henderson og Fabinho á miðsvæðinu þá er liðið miklu beinskeyttara, þeir koma boltanum fram á sóknarmennina þrjá og sækja. Thiago hægir á leiknum," segir Barnes.

„Þegar hann hægir á leiknum þá hentar það ekki Mane né Salah. Það þarf að venjast nýjum leikstíl en sem stendur þá er hann ekki að virka."

Robert Huth, fyrrum varnarmaður Chelsea og Leicester, tekur undir þessi orð Barnes.

„Liverpool er ótrúleg vél þegar allir eru heilir. Þegar nokkrir detta út þá missa þeir taktinn. Thiago er einfaldlega ekki með orkuna sem þarf. Hann hefur átt frábæran feril en Liverpool þarf orkumikla leikmenn," segir Huth.
Athugasemdir
banner
banner
banner