Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samúel Kári búinn að biðjast afsökunar - „Guðslifandi feginn að hann stóð ekki í báðar lappirnar"
Samúel Kári Friðjónsson
Samúel Kári Friðjónsson
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
Samúel Kári Friðjónsson fékk rautt spjald í leik Stjörnunnar og KR í Lengjubikarnum í gær eftir að hafa farið í vægast sagt ljóta tæklingu á Gabríel Hrannar Eyjólfsson leikmann KR.

Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, í dag og staðfestir hann að Samúel hafi sett sig í samband við sig eftir leikinn.

„Hann hafði samband við mig, fékk númerið hjá Gabríel og var mjög leiður yfir þessu. Þetta er bara búið og gert, menn gera hluti sem þeir sjá eftir. Hann er bara maður að meiri að hringja í Gabríel og biðja hann afsökunar, bara vel gert hjá honum," segir Óskar.

Gabríel slapp sem betur fer við meiðsli.

„Auðvitað er maður guðslifandi feginn að Gabríel stóð ekki í báðar lappirnar, heldur lyfti upp fótunum, annars væri hann ekki að fara spila meira. Þeir áttu gott spjall," bætti þjálfarinn við.

Samúel fær líklegast nokkra leiki í bann þegar aga- og úrskurðarnefnd birtir úrskurð sinn á morgun. Bannið mun þó einungis gilda í Lengjubikarnum og verður ekki tekið út á þessu tímabili þar sem Stjarnan er úr leik í keppninni. KR er hins vegar á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir Fylki á föstudag.

Von er á viðbrögðum frá Samúel Kára sjálfum seinna í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner