Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cecilía öflug í frumraun sinni - Hlín líklega tognuð
Cecilía í landsleik gegn Ítalíu í vor
Cecilía í landsleik gegn Ítalíu í vor
Mynd: Getty Images
Hlín fór meidd af velli
Hlín fór meidd af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. umferð sænsku kvenna Allsvenskan lauk í gær. Öll lið hafa leikið fjóra leiki nema Piteå og Linkoping en þeirra leik var frestað vegna covid í upphafi móts.

Tveir Íslendingaslagir fóru fram í gær. Piteå vann 1-0 sigur á Växjö. Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Piteå en Andrea Mist Pálsdóttir var ónotaður varamaður hjá Växjö.

Hlín þurfti að fara af vell eftir tólf mínútna leik vegna meiðsla, líklega er um tognun í læri að ræða. Sigurmarkið var skorað á 18. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Piteå í deildinni og fyrstu stig liðsins. Liðið er í 10. sæti en Växjö er á botninum með eitt stig.

Örebro gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Eskilstuna. Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta deildarleik með Örebro, varði fjögur skot í leiknum þótti eiga góðan leik og gat ekkert gert í marki gestanna. Berglind Rós Ágústsdóttir lék einnig allan leikinn. Eskilstuna komst yfir á sjöttu mínútu en Örebro jafnaði á 90. mínútu. Stigið var það fjórða í deildinni hjá Örebro.

Þá vann Rosengård 3-0 heimasigur gegn Djurgården. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Rosengård og Guðrún Arnardóttir gerði slíkt hið sama í vörn Djurgården. Rosengård er á toppnum með fullt hús stiga en Djurgarden er í 11. sæti með þrjú stig.

Í sænsku B-deildinni karlamegin mættust Helsingborg og Brage í Íslendingaslag. Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn á miðjunni í liði Brage og fékk gula spjaldið á 42. mínútu. Böðvar Böðvarsson lék þá allan leikinn í vörn Helsinborg.

Þetta var annað stig Brage í deildinni en það níunda hjá Helsingborg sem er áfram taplaust í deildinni. Brage er í næstneðsta sæti en Helsingborg í öðru sæti eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner