Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 10. maí 2021 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Esbjerg tapaði - Viborg og Silkeborg upp í úrvalsdeild
Ólafur Kristjánsson og hans menn verða áfram í B-deildinni
Ólafur Kristjánsson og hans menn verða áfram í B-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Danska B-deildarliðið Esbjerg á ekki lengur möguleika á því að komast upp í úrvalsdeildina eftir 2-1 tap gegn Fredericia í kvöld.

Oliver Sörensen kom Fredericia yfir úr vítaspyrnu eftir hálftímaleik áður en Jakob Ankersen jafnaði metin um miðjan síðari hálfleik. Það var svo Leonel Montano sem gerði út um vonir Esbjerg með marki þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum.

Esbjerg er í þriðja sæti í umspilsriðlinum með 55 stig, tíu stigum á eftir Silkeborg sem er í öðru sæti. Esbjerg á aðeins þrjá leiki eftir af deildinni og á því ekki möguleika á að komast upp. Viborg fer upp með Silkeborg.

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Esbjerg í dag en var skipt af velli á 60. mínútu leiksins. Andri Rúnar Bjarnason var allan tímann á varamannabekknum.

Esbjerg hafði spilað afar vel meiri hluta tímabilsins en einn sigur í síðustu sex leikjum vó þungt.
Athugasemdir
banner
banner
banner