Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. maí 2021 20:59
Brynjar Ingi Erluson
England: Fulham fallið eftir tap gegn Burnley
Burnley sendi Fulham niður
Burnley sendi Fulham niður
Mynd: EPA
Fulham 0 - 2 Burnley
0-1 Ashley Westwood ('35 )
0-2 Chris Wood ('44 )

Fulham er fallið niður í ensku B-deildinni eftir 2-0 tap gegn Burnley í 35. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en leikurinn fór fram á Craven Cottage.

Burnley kom boltanum í netið á 21. mínútu er Chris Wood skoraði en markið var dæmt af þar sem boltinn fór útaf í aðdraganda marksins.

Fjórtán mínútum síðar tókst Burnley þó að komast yfir með marki frá Ashley Westwood. Laglegur undirbúningur frá Matej Vydra en hann fór framhjá Joachim Andersen áður en hann kom boltanum fyrir á Westwood sem skoraði.

Chris Wood bætti við öðru undir lok fyrri hálfleiks. Hann átti frábært skot rétt fyrir utan teig og átti Alphonse Areola ekki möguleika á að verja.

Jóhann Berg Guðmundsson var á bekknum hjá Burnley en kom ekki við sögu.

Lokatölur í þessum leik 2-0 fyrir Burnley sem bjargar sér frá falli og sendir um leið Fulham niður. Það er því ljóst að Fulham, WBA og Sheffield United fara niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner